Verð heldur áfram að lækka mest í Nettó 

Verð í verslunum Nettó lækkaði mest allra verslana frá upphafi ágústmánaðar samkvæmt mælingum Verðlagseftirlits ASÍ, en þetta er annan skiptið í röð þar sem mesta verðlækkunin mælist í Nettó. Er tekið fram í greiningu ASÍ að verð í öllum vöruflokkum hafi lækkað og þá mest í Nettó, eða um 0,8%. 

„Við tókum ákvörðun í janúar á þessu ári að gerbreyta verðstrategíunni okkar til að geta boðið viðskiptavinum lægri verð, og það er ánægjulegt að verðkannanir ytri aðila staðfesti árangurinn okkar. Við eins og aðrir aðilar á markaði höfum fundið fyrir aukinni verðsamkeppni allt þetta ár, og ennfremur undanfarið með tilkomu Prís. Við vitum þó að það eru allmargir þjónustuliðir sem skipta viðskiptavini okkar máli, svo sem gott aðgengi að verslunum um allt land, góð þjónusta inni í verslun, ásamt fjölbreyttu vöruúrvali. En með því að bjóða ný lægri verð alla daga finnum við strax að þetta skilar sér í að aukinn fjöldi velur að versla innkaupin sín í Nettó,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Verslunar- og Mannauðssviðs Samkaupa. 

Í nýjustu greiningu ASÍ birtist tafla með samanburði á vöruverði helstu nauðsynjavara heimilsins í verslunum Bónus, Krónunnar og verslunar Prís. Gagnsæi verðlags milli verslana er í hag neytendans og tókum við því út töfluna og bættum inn upplýsingum um verð í verslunum Nettó og eins með tilliti til appsins. Taflan er aðgengileg hér að neðan. 

Í töflunni eru 90 vörur bornar saman. Af þessum 90 vörum eru 59 skipti þar sem ódýrasta verðið fæst í Nettó þegar viðskiptavinir nota Samkaupa-appið og safna 2% inneign við innkaupin. Það þýðir að í 65% tilvika er Nettó ódýrari en Bónus og Krónan, með appinu. Prís reyndist þá í öllum tilvikum ódýrari en Nettó, Bónus og Krónan. Þessar upplýsingar eru allar miðaðar við raun-útsöluverð, þ.e. ekki er miðað við tilboðsverð. 

Bjóðum lág verð alla daga og góð tilboð á tyllidögum 

Stefna Nettó er að bjóða eftir fremsta megni fjölbreytt vöruúrval á breiðu verðbili, ásamt því að tryggja samkeppnishæft verð á helstu nauðsynjavörum heimilisins. Á þessu ári hefur Nettó endurskoðað verðlagningu í ýmsum vöruflokkum, með það að markmiði að lækka verðið á innkaupakörfunni.   

Alla jafna bjóðast vörur á tilboðsverði í Nettó, enda er Nettó eina verslunin sem hefur verið tilboðsdrifin og eru viðskiptavinir allvanir að sækja góð tilboð á Heilsu- og lífsstílsdögum, Vítamíndögum og Barnadögum. Þá eru verslanir Samkaupa þær einu sem umbuna tryggum viðskiptavinum með afslættií formi inneignar með vildarkerfi sínu.  

Í því samhengi er vert að nefna að því hefur verið slegið fram í af ASÍ að verð hafi hækkað hvað mest í Nettó í júlí mánuði. Það sem gerðist í júlí var að vörur sem verið höfðu á tilboðsverði í mánuðinum á undan hækkuðu aftur í venjulegt útsöluverð. Raunveruleg hækkun í júlí nam aðeins um 1%, sem var til að mæta hækkunum á innkaupsverði frá birgjum mánuðina á undan og í raun var sú hækkun langt undir hækkunum birgja, Samkaup ákvað að brúa bilið að miklu leyti.  

„Við trúum því að ný verðstrategía sem inniheldur áfram tilboð og vildarkerfi sé sú besta til að tryggja viðskiptavinum okkar að sama lágvöruverðið fáist í öllum 21 verslunum okkar um allt land, hvort sem verslunin er staðsett í Mjódd eða á Ísafirði. Með tilboðsdrifinni strategíu fær viðskiptavinurinn samkeppnishæft verð og safnar á sama tíma inneign sem hægt er að nota í næstu innkaupaferð. Þannig tryggjum við hagstæða hringrás verslunar sem við getum viðhaldið,“ segir Gunnur Líf.