Samkaup fáni

Stjórn og framkvæmda- stjórn

Upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjórn Samkaupa er að finna hér að neðan:

Framkvæmdastjórn Samkaupa hf.

  • Gunnar Egill Sigurðsson

    Forstjóri

    Gunnar Egill er forstjóri Samkaupa. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundaði nám við Otaru Univesity of Commerce í Japan veturinn 2002 til 2003. Gunnar hefur starfað hjá Samkaup síðan árið 2003, fyrst sem verslunarstjóri í tveimur verslunum og sem rekstrarstjóri Samkaup strax, Kaskó og Nettó, síðar sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs.

  • Heiður Björk Friðbjörnsdóttir

    Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs

    Heiður Björk er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa. Hún er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Að auki er hún með próf í verðbréfaviðskiptum og vottun í fjármálaráðgjöf. Hún hóf störf hjá Samkaupum í mars 2020 en starfaði áður hjá Arion banka frá árinu 2007 og hefur því víðtæka reynslu á sviðum fjármála.

  • Gunnur Líf Gunnarsdóttir

    Framkvæmdastjóri verslunar-og mannauðssviðs

    Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum.
    Hún lauk kennaranámi frá Háskóla Íslands árið 2011 og MBA námi frá sama skóla. Hún starfaði lengi vel hjá Hjallastefnunni og stýrði þar fjölbreyttum verkefnum, þá starfaði hún við fræðslumál og stjórnun ásamt því að vera persónuverndarfulltrúi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu InfoMentor ehf. áður en hún hóf störf hjá Samkaupum. Gunnur hefur starfað hjá Samkaupum frá árinu 2018. Fyrst sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs og í dag sem framkvæmdastjóri mannauðs – og samskiptasviðs.

  • Hallur Geir Heiðarsson

    Framkvæmdastjóri innkaupa- og vörustýringarsviðs

    Hallur Geir er framkvæmdarstjóri Innkaupa- og vörustýringarsviðs Samkaupa. Hallur hóf sinn stjórnunarferil sem verslunarstjóri í Samkaup Strax við Borgarbraut á Akureyri frá 2005 til 2009. Á árunum 2009-2013 starfaði hann sem svæðisstjóri Samkaupa á norður- og austurlandi. Frá 2013 hefur hann verið rekstrarstjóri Nettó. Hallur er í viðskiptafræðinámi með áherslu á þjónustu við Háskólann á Bifröst.

Stjórn Samkaupa hf.

Kosin á aðalfundi 10. mars 2022.

  • Sigurbjörn Gunnarsson

    Formaður

    Fyrst kjörinn í stjórn: 2004

    Starfsreynsla: Sjálfstætt starfandi við ráðgjöf, fjárfestingar og stjórnarstörf frá 2019. Framkvæmdastjóri Lyfju hf. 2006-2019. Framkvæmdastjóri fjármálaþjónustu VÍS 2003-2006. Framkvæmdastjóri líftryggingasviðs VÍS 1999-2003. Deildarstjóri eignastýringar VÍS 1995-1999. Forstöðumaður hjá Landsbréfum hf. 1990-1994. Þar áður ýmiss störf á fjármála- og markaðssviðum Landsbankans frá 1986. Hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja.

    Menntun: Viðskiptafræðingur af stjórnunarsviði frá Háskóla Íslands 1985. MBA frá Edinburgh University Business School, Skotlandi 1995.

  • Margrét Katrín Guðnadóttir

    Varaformaður

    Fyrst kjörin í stjórn: 2022

    Starfsreynsla: Sjálfstætt starfandi dýralæknir frá 2002, Verslunarstjóri KB í Borgarnesi 2008-2019. Kaupfélagsstjóri KB í Borgarnesi frá 2019

    Menntun: Cand.med.vet frá Konunglega Dýralækna- og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL) og MBA nám frá Háskóla Íslands.

  • Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir

    Meðstjórnandi

    Fyrst kjörin í stjórn: 2021

    Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri LC ráðgjöf frá árinu 2009, þar áður alþingismaður 2007-2009. Rektor Háskólans í Reykjavík 1998-2007. Forstóri LEAD Consulting 1991-1999. Leiðbei nandi og doktorsnemi í West Virgina University 1986-1991.

    Menntun: B.A. próf í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1986. Meistarapróf í atferlisfræði frá West Virginia University árið 1989 og doktorspróf í atferlisfræði með áherslu á stjórnun frá sama háskóla árið 1991.

  • Anna Birgitta Geirfinnsdóttir

    Meðstjórnandi

    Fyrst kjörin í stjórn: 2021

    Starfsreynsla: Deloitte, eigandi og forstöðumaður útibús í Reykjanesbæ frá árinu 2006. Þar áður löggiltur endurskoðandi frá árinu 2001, almenn endurskoðun og ráðgjöf frá 1995-2001 og ritari og bókari frá 1990-1991, allt hjá fyrirtækinu Deloitte.

    Menntun: Cand Oecon frá Háskóla Íslands árið 1995 og löggiltur endurskoðandi frá sama hásskóla árið 2000. Viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademias árið 2020.

  • Kristinn Hallgrímsson

    Meðstjórnandi

    Fyrst kjörinn í stjórn: 2024

    Starfsreynsla: Starfsreynsla: Lögmaður hjá ARTA lögmenn frá 2021, sjálfstætt starfandi lögmaður hjá ADVEL og fyrirrennurum stofunar frá 1988 – 2021, Lögfræðistofa Jóns Ólafssonar hrl. og Skúla Pálssonar hrl. frá 1985 – 1988, blaðamaður og síðar fréttastjóri samhliða laganámi hjá Tímanum (síðar NT) frá 1977 – 1985. Hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum, þar á meðal framkvæmdanefnd um einkavæðingu 2007 – 2008, kjararáð 2006 – 2010, stjórnarformaður Kjalars ehf. 2005 – 2011, starfshópur menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla 2004 – 2005, starfshópur ríkisstjórnar um framkvæmd þjóðaratkvæðisgreiðsu 2004, stjórnarmaður í Olíuverslun Íslands hf. 1994 – 1996 o.fl.

    Menntun: Cand.jur. frá Háskóla Íslands árið 1985, réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands, Landsrétti og Héraðsdómstólum.

  • Eysteinn Eyjólfsson

    Ritari stjórnar

    Fyrst kjörinn í stjórn: 2023

    Starfsreynsla: Verkefnastjóri almannatengsla og útgáfu hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði frá 2014. Þar áður sjálfstætt starfandi við ráðgjöf, upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar 2009-2013 og kennsla í Heiðarskóla, Reykjanesbæ 1999-2006.

    Menntun: B.A. próf í stjórnmálafræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014.