Verslanir Samkaupa um allt land munu bjóða frábært úrval á besta verðinu.
Líkt og mandarínur, jólaöl og piparkökur er jólabókaflóðið árlegur boðberi jólanna. Verslanir Samkaupa eru tilbúnar fyrir flóðið í ár og hefur jólabókunum verið stillt upp í verslunum okkar um land allt. Eru þar íslenskar bækur að sjálfsögðu í forgunni enda getum við verið stolt af okkar fjölmörgu og frjóu skáldum sem hafa gert garðinn frægan um heim allan.
„Við viljum gera bækur aðgengilegar og bjóða viðskiptavinum okkar um allt land besta verðið. Þessvegna ætlum við að bjóða bækur til sölu í Nettó, Kjörbúð og Krambúð og stuðla að því að viðskiptavinir okkar hringinn í kringum landið hafi aðgengi að skemmtilegum bókum til að lesa yfir hátíðarnar. Við vonumst til þess að með því að bjóða bækurnar á jafn lágu verði og raun ber vitni, getum við stuðlað að því að börn og fullorðnir fái frekar bækur í gjafir og geti verslað sér sjálf bækur á bestu verðunum.“ Segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa.
Þú færð jólabækurnar á besta mögulega verðinu í Nettó.
Nettó ætlar að bjóða bestu verðin á jólabókum og geta viðskiptavinir gengið því að vísu að þeir geti gerð góð bókakaup í Nettó. Í ár verða meira en 200 titlar í boði með sérstaka áherslu á bækur efeftir íslenska rithöfunda og bækur fyrir börn og unglinga.
„Það er alltaf mikil samkeppni á jólabókamarkaðinum og ætlum við að leggja af stað með stóru orðunum að bestu verðin á jólabókum verði í boði í Nettó. Við tókum þessa ákvörðun eftir mikla umræðu í samfélaginu um lestur barna og í raun Íslendinga í heild, en við lesum minna með hverju árinu og börnin okkar eru að koma verr út í lestri en nokkru sinni fyrr. Við viljum mæta viðskiptavinum okkar, í þeim flokki sem við teljum gríðarlega mikilvægan fyrir fjölskyldur á þessum tíma árs,“ segir Gunnur Líf.
Stutt í næstu jólabók í þínu næsta nágrenni
Jólabækurnar verða ekki aðeins í boði í stórmörkuðunum, heldur líka í hverfaverslunum og út á landi í verslunum Krambúða og Kjörbúða. Við erum að færa jólabækurnar nær fólki í hverfin þeirra og smærri bæi, og þannig gera jólainnkaupin auðveldari og aðgengilegri. Jólabækur lýsa um skammdegið ekki síður en jólaljósin, og frábært að færa jólabókaflóðið nær heimilum fólks, segir Gunnur Lílf.
Aldrei verið jafn auðvelt að sjá um jólainnkaupin
„Íslendingar eru mikil bókaþjóð og eftirspurnin eftir bókum er alltaf mikil um jólin. Við viljum auðvelda jólainnkaupin og höfum því ár eftir ár selt frábært úrval af bókum í matvöruverslunum okkar. Það er ánægjulegt í jólaamstrinu að geta hjálpað fólki að klára jólainnkaupin á mat og gjöfum í einni ferð,“ bætir Gunnur við.
Bækurnar eru komnar upp í verslunum og geta viðskiptavinir byrjað að grípa jólagjafirnar í matarinnkaupunum strax núna í nóvember.