Samkaup stoltur styrktaraðili SoGreen og tryggir menntun stúlkna með kaupum á kolefniseiningum

Samkaup eru ánægð að halda áfram stuðningi sínum við sprotafyrirtækið SoGreen, sem vinnur mikilvægt starf í þágu stúlkna í Sambíu.

Fyrirtækið SoGreen hefur þróað reiknilíkan sem ætlað er að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. baráttuna fyrir aukinni menntun stúlkna og baráttunni gegn loftslagsvánni. Líkanið magngreinir loftslagsávinninginn af menntun stúlkna, sem þýðir að samstarfsfyrirtæki geta í kjölfarið keypt kolefniseiningar af SoGreen til að kolefnisjafna rekstur sinn.

Samkaup hefur keypt kolefniseiningar af SoGreen síðan 2023 og bættust þá í hóp fjölda fjölbreyttra íslenskra fyrirtækja sem styðja verkefnið.

„Við erum gífurlega stolt af því að geta stutt við brautryðjandi verkefni  SoGreen í Sambíu við að tryggja menntun stúlkna og hugsa um umhverfið á sama tíma. Við erum stöðugt að leita leiða til þess að minnka kolefnisfótspor okkar og gera reksturinn sjálfbærari og þá skiptir öllu að finna samstarfsaðila sem vita hvað þau eru að gera,” segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar og mannauðs, hjá Samkaupum.

Verkefnið hófst í ársbyrjun 2023 og eru tvær verkefnalotur hafnar. Samkvæmt framgangnsskýrslu SoGreen sem gefin var út á vormánuðunum voru 180 stúlkur innritaðar í skóla í upphafi skólaársins 2023 í fyrri verkefnalotu en í verkefnalotu tvö voru 92 stúlkur til viðbótar innritaðar í skóla í upphafi skólaársins 2024. Þá hafa 200 stúlkur fengið fræðslu um loftlagsbreytingar og helstu leiðir fyrir samfélög þeirra að verjast og aðlagast þeim.

Sambía er landlukt og strjálbýlt land í sunnanverðri Afríku. Aðeins 27% stúlkna landsins ljúka fullri 12 ára skólagöngu og 29% stúlkna eru giftar fyrir 18 ára afmælisdag sinn. Ein af hverjum þremur stúlkum fæðir barn fyrir 18 ára aldur. Verkefnið SoGreen er framkvæmt í þeim tveimur héruðum Sambíu hvar tíðni barnahjólabanda er hæst(45%).

Verkefnið nær þegar til tíu skóla í Southern Province og átján skóla í Eastern Province. Markhópur verkefnis SoGreen er þær stúlkur ​sem líklegastar eru til að vera giftar sem börn; ​stúlkur sem tilheyra fátækustu samfélagshópum ​landsins (45,2% allra stúlkna giftar fyrir 18) og ​búa á dreifbýlum svæðum (38,7% allra stúlkna ​giftar fyrir 18).

 

Meira um SoGreen og verkefni þeirra má finna hér.