Samkaup afhentu í dag Golfsambandi Íslands næringu og fatnað sem flogið verður með til Úkraínu á morgun og þaðan yfir á átakasvæðin í Kænugarði. Einnig hefur verið virkjuð söfnun í samstarfi við Rauða krossinn í Samkaups-appinu.
Afhentu þau Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs Samkaupa þeim Brynjari Eldon Geirssyni og Karen Sævarsdóttur hjá Golfsambandi Íslands yfir þrjú þúsund prótínstykki, steinefnablöndur og léttan þurrmat.