Samkaup ræður þrjú í fjárstýringu

Samkaup hafa ráðið þrjú í störf lausnastjóra, áhættu- og lausafjárstjóra og launasérfræðings. Markmiðið með ráðningum er að styrkja fjárstýringu hjá Samkaupum.

Íris Ósk Ólafsdóttir hefur verið ráðin lausnastjóri í upplýsingatæknideild á fjármálasviði. Um nýtt starf er að ræða sem heyrir undir upplýsingatæknistjóra en hún mun starfa þvert á sviðin og hafa yfirumsjón með vörueigendum og styðja þá í að framfylgja stefnu félagsins. Þá mun hún taka þátt í inn- og útleiðingum á kjarnalausnum og leiða sjálfvirkni- og nútímavæðingu ferla og vara. Íris starfaði áður hjá Icelandair, síðast sem HR Solution Manager á upplýsinga- og tæknisviði. Hún er með BS.c. í Value Chain Management frá VIA University College í Danmörku og stundar nú meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst.

Marteinn Már Antonsson hefur verið ráðinn áhættu- og lausafjárstjóri sem er ný staða hjá Samkaupum. Hann mun bera ábyrgð á lausafjárstýringu félagsins ásamt útlána- og viðskiptamannaáhættu. Marteinn hefur starfað hjá Samkaupum í rúmt ár sem verkefnastjóri á fjármálasviði þar sem hann hefur haft yfirumsjón með greiningum. Hann er með B.Sc. í viðskiptafræði og stundar meistaranám í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Sædís Kristjánsdóttir hefur verið ráðin launasérfræðingur en hún starfaði áður sem sérfræðingur í launadeild hjá Reykjanesbæ. Þar á undan starfaði hún hjá Landsbankanum sem sérfræðingur á rekstrarsviði, við vörslu verðbréfa. Sædís er með B.Sc. í viðskiptafræði af markaðssviði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Lesa nánar á vb.is