Sara Dögg verkefnstjóri Þroskahjálpar og Finnbogi Örn tóku þátt á fyrsta fræðsludegi jafnréttisfulltrúa Samkaupa. Finnbogi deildi sinni sögu og gaf innsýn inn í sitt líf sem fatlað ungmenni á vinnumarkaði og Sara Dögg hélt erindi um viðeigandi aðlögun á vinnustað.
Samkaup og Þroskahjálp hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um aukið aðgengi fatlaðra að vinnumarkaði og viðeigandi aðlögun í starfi og er þessi fræðsludagur hluti af því starfi.
Atvinnutækifæri fyrir fötluð ungmenni er stórt og mikilvægt mál og á sama tíma og við fögnum því að eiga þetta mikilvæga samtal við Samkaup hvetjum við önnur fyrirtæki að feta þennan mikilvæga veg í átt að fjölbreytni í starfsmannahópum fyrirtækja og aðgengi fyrir öll að starfi við hæfi.