Ný Nettó verslun á Selhellu í Hafnarfirði hefur opnað
Nettó hefur opnað glænýja verslun við Selhellu í Hafnarfirði og eru Nettó verslanirnar því orðnar 20 talsins. Um ræðir svokallaða græna verslun, sem þýðir að allt kapp er lagt á að lágmarka kolefnisspor verslunarinnar.