Íslendingar keppast nú við að ná markmiðum sínum en Meistaramánuður Samkaupa stendur nú sem hæst. Markmiðin eru af ýmsum toga allt frá því að taka til í mataræðinu, stunda meiri hreyfingu, læra á hljóðfæri þora í fallhlífastökk eða komast í splitt en öll miða þau að því að bæta lífsgæði viðkomandi með einhverjum hætti.
Þær Vaka Dögg Sigurðardóttir og Hlín Halldórsdóttir eru í hópi þeirra fjögurra þátttakenda í Meistaramánuði sem hljóta 50.000 króna styrk í formi inneignar í Samkaupaappinu. Þær deila hér með okkur markmiðum sínum og hvernig þeim gengur að vinna að þeim.