Í gær hófust Heilsu- og lífsstílsdagar í verslunum Nettó en þá gefst heilsuunnendum kostur á að versla heilsuvörur á afsláttakjörum í öllum verslunum Nettó og einnig í netverslun. Með Heilsu- og lífsstílsdögum vill Nettó mæta kröfum viðskiptavina um heilsusamlegt vöruúrval á góðu verði.
Í kjölfar Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó, sem standa yfir dagana 26. janúar – 5. febrúar, spratt upp hugmynd að samstarfsverkefni sem efnt hefur verið til. Verkefnið ber yfirskriftina Heilsuáskorun til sjómanna! og hefur áhöfnin um borð í frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem sjávarútvegsfyrirtækið Þorbjörn hf í Grindavík gerir út, tekið áskoruninni.
„Við hjá Nettó erum ákaflega ánægð að vera samstarfsaðili í þessu skemmtilega heilsueflandi átaki sjómanna,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Nettó.