SKILMÁLAR GJAFAKORTA SAMKAUPA

Gjafakort

Gjafakortið er gefið út af Samkaupum ehf., kt. 571298-3769. Gjafakortið gildir til greiðslu á vörum og þjónustu í öllum verslunum Samkaupa; Nettó, Iceland, Kjörbúðinni og Krambúðinni.

Gjafakortin eru seld í öllum verslunum Samkaupa. Hægt er að kaupa kort fyrir hvaða upphæð sem er, þó að lágmarki 2.500 krónur.  Ef um magnpöntun er að ræða þá er hægt að  hafa samband við skrifstofu Samkaupa. Gjafakorti er ekki hægt að skila og innistæðu þess er ekki hægt að leysa út fyrir reiðufé.

Staða og áfylling á gjafakorti

Hægt er að fá upplýsingar um stöðu gjafakorta og einnig er hægt að fylla á gjafakort á vef Samkaupa, www.samkaup.is eða við afgreiðslukassa í verslunum Samkaupa.

Gildistími

Innistæða kortsins fyrnist sé ekki hreyfing á kortinu í tvö ár. Með hreyfingu er bæði átt við inn- og útborganir.

Ábyrgðarskilmálar

Samkaup taka enga ábyrgð á gjafakorti. Kortið er handhafakort og handhafi einn ábyrgur fyrir kortinu. Týnt gjafakort er glatað fé.

Gjafakort í símaveski

Gjafakort Samkaupa er hægt að setja upp í Apple og Android símaveski og greiða þannig með kortinu í gegnum síma. Í símaveskinu er hægt að sjá kortanúmer, nafn eigenda kortsins, ef hann er skráður og fylgjast með innistæðu kortsins.

Kort sem sett er upp í símaveski er hægt að skrá á nafn. Það er í höndum handahafa kortsins hvort hann skráir nafn og netfang. Ef gjafakort er keypt sem gjöf handa þriðja aðila, er hægt að setja nafn hans á kortið.

Misnotkun gjafakorts

Handhafi gjafakorts ber ábyrgð á að notkun þess sé í samræmi við lög nr. 14/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. síðari breytingar, og reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Útgefandi áskilur sér rétt til að stöðva notkun kortsins og innkalla án fyrirvara ef rökstuddur grunur er um misnotkun og er öll slík háttsemi samstundis tilkynnt lögreglu.

Lög og varnarþing

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Ef ágreiningur kemur upp um túlkun eða framkvæmd skilmála þessa má reka dómsmál vegna ágreiningsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Trúnaður og persónuvernd

Samkaup aflar aðeins þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru vegna greiðslu fyrir vörur og sendingar. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru til að koma gjafakorti sem keypt er til skila. Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga af hálfu Samkaupa er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Persónuverndarstefnu Samkaupa má finna hér.