Þrjátíu og sex heppnir Jólalukkumiða eigendur voru með heppnina með sér í þriðja og síðasta útdrætti í Jólalukku Víkurfrétta 2022 í Nettó, Krossmóa. Glæsilegir vinningar voru dregnir út, m.a. 65 tommu LG sjónvarp, 100 og 50 þús. kr. Nettó inneignir og hótelvinningar frá Dimond Suites og Marriott By Courtyard.
Þriðji útdráttur var á Þorláksmessu kl. 18 og drógu starfsmenn Nettó í Krossmóa út hina heppnu úr fullum kassa af miðum en eins og undanfarin ár komu viðskiptavinir verslana í Jólalukku VF 2022, með miðana sína í Nettó verslanir enda veglegir vinningar í boði.
Tuttugu verslanir og fyrirtæki á Suðurnesjum voru með í Jólalukku Víkurfrétta 2022. Vinningar á skafmiðum voru 5600 talsins en útdráttarvinningar voru 56, þar á meðal sjónvörp, inneignir í Nettó, hótelvinningar og fleira.