Samkvæmt nýlegri verðkönnun ASÍ á er afar lítill munur á almennu páskaeggjaverði í verslunum Kjörbúðarinnar, Nettó, Bónus og Krónunnar og í mörgum tilfellum er verðmunurinn innan við 2%. Með Samkaupaappinu er verðmunurinn enn minni og eggin ódýrust í 82% tilfella þegar appið er notað í Nettó og Kjörbúðinni, en þá verður til inneign sem nemur 2% af kaupverði.
Í könnuninni kom líka fram að verðhækkun milli mars 2023 og mars 2024 var einna minnst í verslunum Kjörbúðarinnar og Nettó.
ASÍ skoðaði verð á 56 mismunandi eggjum, en þó er vert að nefna að ekki fundust verðpunktar á öllum eggjum í þeim verslunum sem skoðaðar voru. Við settum því inn rétt verð í okkar verslunum í þeim tilfellum. Það þýðir einnig að öllum líkindum vantar einhverja verðpunkta hjá öðrum verslunum.
Þá voru innsláttarvillur á verðum leiðréttar og í staðinn notum við rétt verð í okkar verslunum á þeim tímapunkti sem könnunin var gerð. Mögulega eru innsláttarvillur í verðum hjá öðrum verslunum, sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna sem kynnt er í þessari frétt.
Nánar má lesa um verðkönnun ASÍ hér.
Frétt um verðlagningu páskaeggja í febrúar má lesa hér.