Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó hefjast 26. janúar og standa yfir til 5. febrúar. Boðið er upp á allt að 25% afslátt af margs konar vöruflokkum sem tengjast heilsu og lífsstíl. Síðan verða sérstök apptilboð í boði fyrir notendur Samkaupa-appins.
Samkaupa-appið er orðið eitt af stærstu vildarvinakerfum landsins. Einfalt er að sækja það í AppStore eða á Google Play og byrja að spara.
„Við hvetjum viðskiptavini til að sækja appið – ef þeir hafa ekki gert það nú þegar – og nota það, ekki bara á Heilsudögum, heldur í hvert skipti sem þeir versla. Í hverri verslunarferð fá notendur 2% af vöruverðinu til baka sem inneign í appinu og reglulega eru auglýst sérstök apptilboð þar sem veglegur afsláttur er veittur af tilteknum vörum og skilar hann sér einnig í formi inneignar,“ útskýrir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Nettó.
Viðskiptavinir Nettó þekkja margir appdagatölin sem hafa notið mikilla vinsælda fyrir jólin. Núna verður sérstakt appdagatal á Heilsu- og lífsstílsdögum með tveimur spennandi tilboðum hvern dag sem þeir standa yfir. Hægt er að kynna sér tilboðin í Heilsublaðinu á netto.is.
Tilboðin gilda í öllum verslunum Nettó um allt land og í netverslun á netto.is
Mikið úrval af heilsu- og lífsstílsvörum
Í takt við kröfur viðskiptavina um heilsusamleg hráefni og aukna samfélagsábyrgð er úrval Nettó af heilsu- og lífsstílsvörum sífellt að aukast. Heilsu- og lífsstílsdagar eru kjörið tækifæri til að kynna sér nýjungar og gera góð kaup á vítamínum, fæðubótarefnum, grænmeti og ávöxtum, lífrænum vörum, veganvörum, ketóvörum, heilsudrykkjum og -stykkjum, barnavörum, umhverfisvænum hreinlætisvörum o.fl.
Heilsu- og lífsstílsdagar voru fyrst haldnir árið 2011 og njóta þeir mikilla vinsælda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári, í janúar og september, og eru áminning fyrir marga um að huga betur að heilsunni og setja sér markmið um betri lífsstíl.
„Viðskiptavinir og starfsfólk taka Heilsudögum fagnandi og það ríkir alltaf mikil eftirvænting fyrir þeim, enda eru þeir fyrir löngu orðnir fastur liður. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fólk til að kynna sér nýjungar í heilsu- og lífsstílstengdum vörum og birgja sig upp af sínum uppáhaldsvörum,“ segir Ingibjörg.
Hún minnir fólk á að fylgjast vel með á Facebook-síðu Nettó því þar verða skemmtilegir leikir með veglegum vinningum birtir og fjallað verður um kynningar á heilsuvörum sem fara fram í verslunum Nettó.
Rafrænt heilsublað
Í tengslum við Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó kemur út að vanda veglegt heilsublað en í ár verður það eingöngu rafrænt. Hægt verður að lesa það frá 26. janúar á netto.is.
Blaðið er stútfullt af áhugaverðum greinum um heilsusamlegan lífsstíl, girnilegum uppskriftum og auglýsingum á heilsuvörum. „Þar er hægt að finna út hvaða vörur eru á tilboði og bendum við sérstaklega á appdagatalið fremst í blaðinu þar sem fram kemur hvaða vörur verða á appslætti hvern dag fyrir sig,“ segir Ingibjörg.
Meðal viðmælenda eru Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og Íþróttamaður ársins, Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur, Ragga nagli sálfræðingur, Anton Sveinn McKee sundmaður og Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautakona. Auk þeirra eru ýmsir aðrir íþróttakappar, þjálfarar, matgæðingar og sérfræðingar um næringarefni teknir tali. Í blaðinu er einnig gnægð girnilegra uppskrifta.
„Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér blaðið og skipuleggja innkaupin á Heilsu- og lífsstílsdögum vel,“ segir Ingibjörg. „Tökum glöð á móti nýju ári og njótum alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða!“