Lægra verð alla daga

Lægra verð alla daga

Hjá Nettó höfum við alltaf lagt upp á að mæta viðskiptavinum okkar og þeirra þörfum, þegar kemur að verði, vöruúrvali og þjónustu.

Viðskiptavinir hafa kallað eftir samkeppnishæfari verðum, og höfum við svarað kallinu og lækkað vöruverð síðasta árið sem hefur fengist staðfest af mælingum ASÍ. Nettó býður nú lægri verð alla daga.

Verðin í Nettó hafa því aldrei verið hagstæðari, og viljum við því þróa vildarkerfið til að mæta öðrum þörfum og áherslum viðskiptavina. Við höfum tekið eftir að stóru tilboðsdagarnir okkar, eins og heilsudagar og jólaappdagatalið, eru langvinsælustu appdagarnir og hvenær við sjáum mesta notkun á appinu.

Glæný vikuleg tilboð

Við viljum því setja enn meiri púður í tilboð og tilboðsdaga fyrir viðskiptavini. Frá og með 3. mars verður því boðið upp á vikuleg tilboð ásamt helgartilboðunum. Í þessum nýju vikulegu tilboðum munum við bjóða lægsta verðið á landinu, ásamt veglegum 25-50% tilboðum sem fást aðeins með appinu. Með þessu móti höldum við áfram að bjóða viðskiptavinum hagstæð og rausnarleg sértilboð, þar sem viðskiptavinir safna inneign í hverri innkaupaferð.

Breyting á föstum afslætti

Samhliða þessum nýju tilboðum munum við hætta með föstu 2% inneignina í Samkaupa appinu. Viðskiptavinir munu nú safna inneign þegar tilboðsvörur eru verslaðar, en slík tilboð verða reglulegri og veglegri, og í boði alla vikuna.