Enn halda verslanir Nettó áfram að styrkja stöðu sína á lágvörumarkaði, en samkvæmt nýrri könnun Verðlagseftirlits ASÍ kemur fram að dagvöruverð á markaði hafi lækkað vegna Heilsu- og lífsstílsdaga sem standa nú yfir í Nettó.
Mikilvæg lækkun á dagvöruverði
Nettó er eina verslunin þar sem verð lækkaði heilt yfir á árinu 2024 og heldur þessi þróun nú áfram á fyrstu vikum ársins 2025. Nettó hefur náð miklum árangri í verðlækkunum, en í júlí í fyrra var Nettó að mælast 14,77% frá Bónus en núna aðeins 2,1%. Þá er munurinn á verði í Nettó og Krónunni núna innan við eitt prósent. Þar sem Nettó sker sig síðan út í samanburði við samkeppnina er áhersla á vegleg tilboð og fjölbreyttara vöruúrval.
Heilsudagar leiða verðlækkanir
Heilsu- og lífsstílsdagar standa nú yfir í Nettó þar til sunnudaginn 9. febrúar, og í tilefni þeirra býðst fjöldi heilsu- og lífsstílsvara á tilboði á lægra verði. Greining ASÍ mælir um 1500 vörur á lækkuðu verði yfir heilsudaga í Nettó, en Nettó býður yfir 3000 vörur á lækkuðu verði yfir heilsudaga, og eru því enn fleiri vörur sem hægt er að fá á á hagstæðasta verðinu en verðkönnun ASÍ gefur til kynna. Þetta undirstrikar breiddina í vöruúrvali sem Nettó býður viðskiptavinum sínum.
„Við hjá Nettó leggjum mikla áherslu á fjölbreytt vöruúrval og leggjum auðvitað áherslu á heilsu allt árið um kring. Það þýðir að viðskiptavinir okkar finna alls konar spennandi og skemmtilegar vörur hjá okkur sem ekki finnast í öðrum lágvöruverslunum. Heilsu- og lífsstílsdagar eru svo okkar tækifæri til þess að gera vel við viðskiptavini okkar og bjóða upp á geggjuð tilboð og kynna frábæru vörumerkin okkar á afslætti. Þetta eru til dæmis Anglamark, Xtra og Coop, sem eru vönduð og vinsæl vörumerki en sem dæmi þá bjóðast allar vörur frá Anglamark á 25% afslætti á núverandi tilboðsdögum,” segir Vigdís Guðjohnsen, markaðstjóri Nettó.
Við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér þetta tækifæri og skoða úrvalið í verslunum Nettó eða á netinu, en Heilsu- og lífsstílsdagar standa yfir til og með 9. febrúar.