Nettó lækkar á meðan keppinautarnir hækka
Enn og aftur staðfesta óháðir aðilar að verðstrategían okkar er að skila þeim árangri sem að er stefnt. Nýjustu fréttir frá Verðlagseftirliti ASÍ og viðtal við sérfræðing eftirlitsins á Vísi sýna skýran mun á Nettó og öðrum lágvöruverðsverslunum, en einnig þá umbreytingu sem orðið hefur í verðstefnu Kjörbúðanna.
Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað um 4% í Bónus það sem af er árinu og 2,2,% í Krónunni, en á sama tíma hefur það lækkað um 1% í Nettó, sem gerir 5% og 3,2% mun á verðhækkunum þetta árið. Kjörbúðin er í 1,3% hækkun milli ára sem er talsvert undir keppinautunum. Hvert prósent í þessum samanburði hefur mikil áhrif. Engu máli skiptir hvernig litið er á gögnin, það sem stendur upp úr er að Nettó hefur verið að lækka verð á meðan keppinautarnir hækka.
Verðhækkanir verða ekki í tómarúmi
Samkaup hafa ítrekað síðustu mánuði og misseri vakið athygli á því að verðhækkanir á matvöru eigi ekki bara að skoða í smásölu, þ.e. á endapunkti birgðakeðjunnar, heldur þurfi að líta á verðþróun í henni allri. Vissulega hefur verðlag hækkað á matvörum, mismikið eftir vöruflokkum og verslunum, og það hefur verið algengt umfjöllunarefni fjölmiðla. Kastljósinu hefur hins vegar ekki verið beint í sama mæli að birgjum og framleiðendum, en verðhækkanir þar smitast óhjákvæmilega inn í verðlag til neytenda.
Nýjasta dæmið um þetta er veruleg hækkun á mjólkurvörum frá Mjólkursamsölunni (MS), en mikilvægustu vörutegundirnar þar eru mjólk og rjómi. Það þarf vart að útskýra fyrir nokkrum hversu bagaleg slík verðhækkun er, sér í lagi í aðdraganda jóla, þegar þörf fyrir mjólkurvörur og ekki síst rjóma er í hæstum hæðum. Það sem af er þessu ári hefur MS hækkað verð til okkar í Samkaupum um að meðaltali 2,82% og hafa áskoranir okkar um aðhald á og hafa áskoranir okkar um aðhald á verðbólgutímum lítinn hljómgrunn fengið.
Verðlækkanir síðustu mánaða og missera gera það að verkum að verslanir okkar hafa ekki sama borð fyrir báru til að taka á sig þær verðhækkanir sem MS hefur ákveðið að leggja á okkur fyrir jólin. Við neyðumst því til að hækka verð á mjólk og rjóma. Hækkunin verður meiri í verslunum Kjörbúðanna en í Nettó vegna flutningskostnaðar, en við gerum samt okkar allra besta til að stilla verðhækkunum í hóf.
„Vegferðin í verðlækkunum á þessu ári hefur verið gefandi, en hún hefur líka verið erfið og á henni hafa verið margar hindranir. Það er því afar ánægjulegt að lesa fréttir sem sýna að fólk er að taka eftir árangrinum, þótt vissulega þyki manni ekki allt í framsetningunni sanngjarnt. Engu að síður er augljóst að viðskiptavinir okkar eru að fylgjast með og sölutölurnar sýna að við erum að ná til fólks. Þetta er afrakstur gríðarlegrar vinnu hjá öllu okkar fólki og við erum afar stolt af árangrinum,“ segir Gunnar Egill Egilsson, forstjóri Samkaupa.