Innsending reikninga

Skilmálar vegna innsending reikninga er tengjast rekstri (athugið að þetta á ekki við um vörukaupareikninga)

Rafrænir reikningar í gegnum skeytamiðlun
Við tökum á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun og er þetta sú leið sem er ákjósanlegust til að senda okkur reikninga.

Reikningar í tölvupósti
Ef þú hefur ekki tök á að senda rafræna reikninga þá má senda reikninga á PDF-formi á netfangið bokhald@samkaup.is  – Athugið að við tökum ekki við handskrifuðum reikningum þó þeir séu sendir sem PDF-skjal.

Reikningar á pappír
Við erum hætt að taka á móti reikningum á pappír og bendum við á leiðirnar sem eru nefndar hér að ofan til að koma til okkar reikningum.

Handskrifaðir reikningar
Við tökum ekki lengur á móti handskrifuðum reikningum.  Þetta á bæði við um handskrifaða reikninga sem sendir eru í bréfpósti og tölvupósti, þar sem bókhaldskerfið okkar getur ekki lesið þá.

Reikningagátt
Á reikningagáttinni okkar
er hægt að setja inn upplýsingar af handskrifuðum reikningi, ásamt því að afrit af reikningnum er sett inn sem viðhengi.  Í raun býr gáttin til rafrænan reikning sem inniheldur upplýsingarnar af handskrifaða reikningnum og sendir rafræna reikninginn beint inn í kerfið hjá okkur.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi að setja reikning í gegnum reikningagáttina þá má senda tölvupóst á bokhald@samkaup.is til að fá leiðsögn.

Upplýsingar á reikningum
Á reikningum þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  1. Nafn verslunar eða skrifstofu sem varan og/eða þjónustan tilheyrir
  2. Nafn þess starfsmanns sem er innkaupaaðili
  3. Greinargóð lýsing á þeirri vöru og/eða þjónustu sem um ræðir

 

Greiðslufrestur- og fyrirkomulag

Almennir greiðsluskilmálar eru 30 dagar frá því að vara og/eða þjónusta er innt af hendi. Reikningar þurfa að berast með að lágmarki 10 virkra daga fyrirvara áður en gjalddaga ber upp.
Ef reikningur er ekki með nægar upplýsingar til að staðfesta réttmæti hans eða greiðslufrestur ófullnægjandi þá áskiljum við okkur rétt til að hafna honum.