Nettó og HSÍ hafa undirritað áframhaldandi samstarfssamning sín á milli en Nettó hefur verið bakhjarl Handknattleikssambandsins undanfarin ár. Nettó og HSÍ hafa átt í góðu samstarfi að fagna og tilhlökkun fyrir áframhaldandi samvinnu. Auk þess að styðja við starfsemi sambandsins hafa HSÍ og Nettó staðið að öflugu nýliðunarátaki, þar sem sjónum er beint að börnum og unglingum og þau hvött til að mæta á handboltaæfingar og prófa sig áfram í greininni.
„Við erum einstaklega ánægð með samstarfið við HSÍ, sem hefur verið afar gott frá upphafi. Nettó hefur lengi lagt ríka áherslu á að styðja af krafti við margþætt æskulýðs-og forvarnarstarf á landsvísu og nýliðunarátakið er gífurlega flott verkefni og auðvelt fyrir okkur að vera stolt af þeirri aðkomu. Handboltahreyfingin býður börnum og ungmennum á Íslandi upp á algjörlega frábært starf á landsvísu og samvinnu verkefnið í heild sinni finnst okkur hafa verið til fyrirmyndar svo við hlökkum til að halda áfram í þessari vegferð,” segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Nettó.
„HSÍ fagnar því að í dag hafi verið undirritað áframhaldandi samstarf við Nettó sem hefur starfað náið með okkur síðustu ár. Stórir og öflugir bakhjarlar eru handknattleikshreyfingunni sérstaklega mikilvægir og að fá Nettó með okkur í grasrótarstarfið gefur okkur möguleika sem hjálpar íþróttinni okkar að vaxa á næstu árum. Við erum sérstaklega þakklát fyrir að halda Nettó áfram í hóp okkar bakhjarla“ segir Reynir Stefánsson, varaformaður HSÍ.
Líkt og alþjóð veit stendur karlalandslið Íslands í handbolta í stórræðum um þessar mundir en dagana 12.-29.janúar næstkomandi mun liðið keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. „Það er mikil stemning í kringum mótið hér á landi og það smitast ekki síður inn í verslanirnar okkar. Við munum leggja áherslu á að skapa góða stemningu í okkar verslunum og komum til með að bjóða upp á sérsniðin HM tilboð meðan á mótinu stendur og peppa okkar fólk ,” segir Ingibjörg að lokum.
Á myndinni eru Róbert Geir Gíslason og Reynir Stefánsson frá HSÍ og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir og Helga Dís Jakobsdóttir frá Nettó.