Hinsegin dagar hófust í gær, þann 2. ágúst, og standa til 7. ágúst. Samkaup er styrktaraðili daganna en fyrirtækið styrkir hátíðina beint auk þess að halda „off venue“ viðburð í Krambúðinni Laugarlæk og skreyta verslanir sínar með regnbogum. Þess má geta að fyrirtækið rekur yfir 50 verslanir undir vörumerkjum Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar, Nettó og Iceland.