Þegar þú ert á kassa þá opnar þú appið í símanum og ýtir neðst fyrir miðju á aðalskjánum með bólunni á “Greiða”
Þá færðu upp skanna sem að notar myndavélina í símanum til að skanna QR kóðann, þú beinir henni að QR kóðanum og hann skannast.
Þegar þú hefur skannað QR kóðann þá getur þú á hefðbundnum kassa sagt starfsmanninum á kassanum að þú ætlir að borga með appinu.
Á sjálfsafgreiðslukassa þá ýtir þú einfaldlega á QR kóðann á skjánum.
Þegar þú hefur framkvæmt þessi skref að ofan þá færðu upp á símann skjá í appinu, þar sem að þú getur hakað við kort ef að þú ert með það skráð í appinu eða hakað við inneignin eða bæði ef að þú vilt.
Næsta skref er einfaldlega að renna rauðu bólunni til hægri, slá inn pin númerið sem að þú valdir þér og þá ert þú búinn að borga.
Kvittunin ætti að birtast skömmu seinna í appinu á aðalskjánum í fréttaveitunni eða undir “Þínar kvittanir bólunni”